Hvernig líður þér í buxum ömmu þinnar?

fimmtudagur, júlí 13, 2006

Sumarið er tíminn.

Sumarið er tíminn.
Þegar maður tekur fram stuttbuxurnar og brennir þær.
Nema það að það virðist aldrei geta kviknað almennilega í þeim vegna rigningar.
Þá er sumarið sennilega tíminn.
Þegar maður tekur fram regnfötin,pollagallana,gúmbjörgunarbátanna og fleira í því mollinu.
Nenni ekki að vera í þeim dúr.

Annars getum við varla kvartað mikið.
Tæknilega séð er bara búið að rigna tvisvar sinnum í sumar.
Einu sinni í 24 daga. og síðan bara í 16.


Immagaddus segir.......

Engin ummæli: