Hvernig líður þér í buxum ömmu þinnar?

laugardagur, júlí 29, 2006

Yndislegur dagur.

Þurfti að vaghna ( Framburður frá Bubba) klukkan sex í morgun.
Til að hleypa fjölþjóðaliði inn í vinnuna.
Ekkert meira en það, síðan heim að sofa.
Fór síðan heim .
Ætlaði að fá mér smá kríu en.
Karlinn var vaknaður.
Öskrin og lætin í honum urðu til þess að ég náði ekki að festa kríuna. Vegna Æi,Ái,Úff,Ái, Æi og svo framvegis.
Eftir að ég var kominn á lappir aftur . Leið honum miklu betur. Og hætti að öskra Æi og Ái. og svo framvegis.
Þannig að ég fékk mér árverð.
Hlustuðum saman á fréttir, veðurfréttir og auglýsingar.
Mettur ætlaði ég að taka mér smá kríu aftur, aðallega vegna þess að fyrri krían flaug á brott.

Það liðu 2,0087 sekúndur frá því að ég lagðist á koddann.
Byrjuðu öskrin aftur. Æi, Ái,Úff.....BEGGI!!!!!!!. Æi Ái ÚFF.
Þannig að ég nennti þessu ekki lengur og kallaði á lækni frá læknavaktinni.
Þegar læknirinn kom.
Var ekkert að.
EN.
Ég sagði lækninum að í hvert skipti sem við værum einir finndi hann óskaplega mikið til.
Karlinn varð smá skömmustulegur.


Ég nenni þessu ekki lengur.
Næst þegar hann fær kast til að öskra og æpa.
Hringi ég á sjúkrabíl.

Það hlítur að vera eitthvað að.

Immagaddus segir....................

Engin ummæli: