Hvernig líður þér í buxum ömmu þinnar?

laugardagur, júlí 22, 2006

Er ekki??

Er ekki alveg að ná þessu.
Laugardag fyrir viku fór ég með pabba inn í Smáralind til að fara í banka, þar sem hann tók út pening.
Mánudagur síðasta vika. Háleitisbraut. Banki...Til að taka út pening.
Þriðjudag í síðustu viku fór ég í banka með pabba aftur Háleitisbraut til þess að taka út pening.
Fimtudag í síðustu viku fór ég með pabba, einu sinni enn, upp í Smáralind til þess að taka út pening.
Í dag fór pabbi í banka. Veit ekki með hverjum og ennþá enn til að taka út pening.

Fjölfatlaður maður sem fer 4 sinnum í banka á 6-7 daga tímabili er annaðhvort að blæða peningum, eða er einn af höfuðpaurum hlutabréfamarkaðarins á Íslandi.

Kommon.
Björgólfur fer ekki svona oft í banka.
Hmmm.
Hvað er að gerast.?

Immagaddus segir........................

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Leggur ekkert inn, tekur bara út, tralla lalla la.

WV orð dagsins er sryizucr, sem er nafn einkasonar seðlabankastjóra Letlands.