Konur eru frá Venus, karlar frá?
Já hvaðan í andskotanum erum við.???
Í gærkveldi, var ég til dæmis úti að borða með vinkonu minni.
Svona þegar forréttinum var lokið og ég búinn að hella rauðvíni í glösin okkar aftur.
Kom svona smá þögn.
Ég horfði á hana og hún horfði á mig.
Allt í einu sagði hún.
Um hvað ertu að hugsa?
Þarna hefði ég átt að taka mér meira tíma en 1,004 sekúndur til að svara.
Því.
Ég svaraði:
"Ég var að spá hvort Sinama Pongolle og Bellamy næðu saman í framlínunni í vetur.,,
Þarna klifraði ég gersamlega upp á fjóshauginn.
Þetta var greinilega ekki svarið sem hún vildi heyra.
Auðvitað var svarið.
Mikið lítur þú vel út í kvöld.
En.
Neeeeii.
Fótbolti. ( DOH!)
(Menthal note: Stórt nei,nei.)
Skaðinn var skeður.
Það tók aðalrétt, eftirrétt og tvo Æriss koffí.
Bara til þess að fá hana til að tala við mig aftur.
Síðan bíómynd og nætkapp í perlunni til að fá að skoða loftið í svefnherberginu hennar.
Srákar í guðanna bænum passið ykkur.
Þær eru eitt það flóknasta í heiminum.
Og þó svo að það fylgdi leiðarvísir með þeim.
Þá lesum við karlmenn aldrei leiðavísa.
Sennilega vegna þess að það er oftast þess virði að prófa sig áfram.
Í þeirra tilfelli. ( Hvaða takki er þetta?)
Immagaddus segir..............
laugardagur, júlí 22, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Er svefnherbergið hennar í Perlunni?
Word verification dagsins er:
xuztgfsp
Sem er það sem flaug í gegnum huga Immagaddusar þegar hann sleppti orðinu.
Skrifa ummæli